7.6.2012 | 11:40
Útkoman 2012
Kæru félagar, nú hefur okkar skilvísi og ábyrgi gjaldkeri, Birna Birgisdóttir, gert upp herlegheitin og rekstrarniðurstaða reunion 2012 kemur út í ágætum plús svo er happdrætti og þá ekki síður stórskemmtilegu uppboði á happdrættisvinningum fyrir að þakka.
Gjaldkerinn mun liggja á þessu eins og ormur á gulli til ársins 2017 en þá eigum við svolítinn sjóð til að starta framkvæmdinni. Það væri auðvitað gaman að fá frá ykkur hugmyndir um hvernig þið mynduð vilja sjá þetta á 40 ára útskriftarafmælinu en við í undirbúningshópnum höllumst að því að hafa það öllu veglegra í sniðum t.d. með máltíð líkt og var fyrir fimm árum. Hvernig líst ykkur á það?
Kveðja
IMG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.