Bekkjamyndir

Jæja kæru félagar, nú er bara mánuður til stefnu!

Það er ánægjulegt að margir hafa þegar sent okkur línu í tölvupóstinum, til að hægt verði að koma frekari upplýsingum til þeirra í gegnum tölvuna. Þeir sem ekki hafa enn látið verða af því að senda okkur netfangið sitt ættu endilega að drífa í því - enda felst ekki nokkur skuldbinding í þeim gjörningi.

Nú svo er gaman að sjá að það eru fjölmargir farnir að líta hér inn, ef marka má tölur um heimsóknir dag hvern, og ennþá meira gaman að sjá orsendingarnar í gestabókinni. Því meiri virkni hér því betra - og það veltur auðvitað á okkur sjálfum að halda henni uppi - ekki satt?

Ég hef nú búið til nýtt albúm sem ber heitið Bekkjamyndir en það er satt að segja ansi rýrt ennþá því þar er aðeins eina mynd að finna.  Það var hann Siggi Sig sem sendi mér myndina en hún er af 3 - T (þeim stórglæsilega og bráðefnilega hópi). Auðvitað er markmiðið að birta hér myndir af öllum bekkjum og til að auðvelda þá vinnu væri sannarlega vel þegið ef þið gæfuð ykkur tíma  í páskafríinu til að grafa upp gömlu bekkjamyndirnar, skönnuðuð þær inn og senduð mér á netfangið ingmar@hive.is.

Annars bara gleðilega páska!

Imba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband