Nýjar myndir

Það er ekki að spyrja að því að auðvitað brugðust menn skjótt við og nú hafa bæst við myndir af 3.V og 3.Z sem þeir Magnús Bergsson og Stefán Emilsson sendu inn. 

Jafnframt er komið albúm fyrir eldri bekkjamyndir því þeir Siggi Sig og Magnús drógu fram myndir af 2. bekk B og E. 

Reyndar fylgdi myndinni frá Sigga að þetta væri 1.B en klæðnaður Guðmundar kennara á myndunum sýnist mér benda til að þær séu teknar sama daginn, nema þetta séu sérstök fyrirsætuföt Guðmundar Wink

Nú og þar sem E bekkurinn hefur áritað myndina sína skilmerkilega og merkt hana 2.E þá dreg ég þá ályktun að þetta sé frekar í öðrum bekk en þeim fyrsta - enda kominn einhver þroskasvipur og töffarabragur á mannskapinn sem örugglega var ekki að finna í fyrsta bekk. Eða hvað sýnist ykkur?

Vona að fleiri myndir berist frá framtakssömum einstaklingum í hópnum! 

Páskakveðja,

Ingibjörg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, það held ég að þetta gangi flott, bæði 2. F og 2.C komnir í albúmið.

Kv. Ingibjörg 

Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband