10.4.2007 | 18:09
Ég hlakka svo til að hitta ykkur öll aftur !!!
Ég get ekki annað en hlegið þegar ég skoða gamlar myndir af okkur á fyrri reunionum (segir maður þetta svona?)
Mér finnst við eitthvað svo gömul og hallærisleg, en ég trúi því að þarna spili tíska fyrri ára STÓRA rullu. Gæti líka bara verið afneitun mín yfir því að vera orðin 46 ára gömul, allavega sé ég aldrei eldri manneskju en tvítuga, þegar ég lít í spegil........sem er auðvitað þvílík geggjun, þar sem ég á börn eldri en það!!!!
Eitt er víst, og ég þori að veðja aleigu minni (þ.m.t maka og börnum), að það finnst ekki annað reunion, þar sem fólk skemmtir sér jafn vel og við gerum.
Við, þessi hópur sem vorum saman í Réttarholtsskóla fyrir....hva, hundrað árum, erum ótrúlega góður og skemmtilegur hópur.
Ég hitti gamlan kennara okkar um daginn sem tók undir þetta og sagði að við, þessi 1961 árgangur værum alveg á sér parti. Ég var svo glöð að ég faðmaði hann að mér og kyssti og fékk þetta svo skriflegt hjá honum til að sýna ykkur 5 maí.
En til þess að geta tekið þátt í þessari taumlausu gleði, þarf að skrá sig og hvernig gerir maður það ???
1) þú færð þér sæti við tölvuna þína (eða stelst í vinnunni)
2) Skrifar póst....t.d. Hæ, ég heiti Æli og var í 3-Q
3) Sendir póstinn á eitt af eftirtöldum netföngum.......carolaida@internet.is guddy@sial.is ingmar@hive.is birnabir@simnet.is rthg@visir.is
4) Bíður svo sallaróleg/ur eftir pósti frá okkur til baka, með uppl. um dagskrá dagsins/kvöldsins,...matseðli og fl.
5) Hringir síðan í alla kunningja þína úr þessum árgangi (bara þá sem voru í Réttó) og rekur á eftir þeim að senda póst til okkar.
Þá ætti þetta að vera komið.
Svo segi ég enn og aftur: Ég hlakka svo til að hitta ykkur öll aftur!!!
Kveðja.
Carola 3- U
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.