Glæsileg verðlaun í boði fyrir þann sem getur upp á því, hver hann er þessi töffari í sögunni !
Reunion.
Mig dreymdi í nótt að ég væri á skóla-reunioni. Ég hefði sko ekkert á móti því að vera að fara á eitt núna.....en málið er bara að þetta er haldið á 5 ára fresti og það eru bara 2 ár síðan seinasta var.
Ég var í ofboðslega skemmtilegum gagnfræðiskóla , þeim allra besta... Réttarholtsskóla.
það eru auðvitað ár og dagar síðan,... en við höfum hist á 5 ára fresti frá því að við vorum 10 ára gagnfræðingar.
Þetta var alveg rosalega stór árgangur 7 eða 8 bekkir og mikið af skemmtilegu fólki eins og t.d við vinkonurnar í saumaklúbbnum mínum.
Á seinasta reunioni sem var, "by the way" meiri háttar skemmtilegt , var fólk sammála um að við hittumst ekki nógu oft og Lalli Lall (sem var ömurlegur veislustjóri) lagði til að við hittumst á 3 ára fresti, því að upp frá þessu færum við að tína tölunni og restin komin á elliheimili með gyllinæð!!!
Mér fannst þetta reyndar ógeðsl
. fyndið og hló eins og skepna, en það var fólk þarna inn á milli sem annað hvort sár móðgaðist eða hreinlega fór að gráta.
Ég var spennt í margar vikur áður en þetta kvöld rann upp. Ég var búin að plana með margra vikna fyrirvara í hverju ég ætlaði
Mér fannst ég geðveik pæja, ekki bara var ég í góðum fílingi yfir fötunum mínum og make-up-inu, nei
.til að setja punktinn yfir i-ið fékk ég lánaða æðislega flotta skó hjá (þá 19 ára) dóttur minni.
Þetta voru svona hálfgerðir kúrekaskór með óvenju langri og mjórri tá.
Ég uppgötvaði fyrst hvaða mistök ég hafði gert með skóna, þegar við mættum í salinn.
Við vorum uppi á annari hæð og þurftum að ganga upp að minnsta kosti 30 tröppur.
Ég kom fætinum ekki á tröppurnar fyrir óvenju löngu og mjóu pæju-tá-skónum.
Sko
ég kom fremsta hlutanum af skónum á tröppuna, en vegaði svo bara salt.
Guð minn góður...... hvernig í skrattanum átti ég að redda þessu án þess að fara úr skónum ?
Sem betur fer var ég aðeins búin að fá mér í aðra tánna þannig að ég var svona létt kærulaus. Ég bara snéri mér á hlið og plammaði upp tröppurnar eins og ég væri á skíðum á leið upp skíðabrekku !
Það voru fáir vitni að þessu og ég var ennþá pæja.
Eftir því sem á kvöldið leið og ég buin að fá mér nokkra pina colada, varð erfiðara og erfiðara fyrir mig að hafa stjórn á þessum skóm. Ég var alveg buin að gefast upp á því að ganga eðlilega, nú var ég farin að draga fæturnar...... eða réttara sagt, skauta eftir gólfinu.
En hvað um það, ég var í geggjuðum og rándýrum há-tísku skóm og ég var pæja.
Ég reyndi svo bara að sitja sem mest og var að tala við gamlar skólasystur þegar einn sá flottasti úr árganginum kom að borðinu og bauð mér í dans.
Slefið úr kellunum í kringum mig náði örugglega heilum 4 lítrum og þær lyktuðu af öfund.
Og hverju svara ég pæjan ?
..æ, ég held ekki, þetta er líka svo ömurlegt lag !
Ég var sko alveg til í að dansa við hann, ég bara treysti mér ekki í þessum óvenju löngu skóm.
Hann var ekki fyrr farinn en allar slefandi kellurnar spurðu mig af hverju ég vildi ekki dansa við hann, ég svaraði með svona merkissvip, hva
af hverju dansið þið ekki við hann?
Ég var svo deprimeruð út af þessu, að ég pantaði mér 3 pia colada á einu bretti.
Ég var geggjuð pæja þegar ég stóð upp stuttu seinna og skautaði af stað í átt að gæjanum sem ég hafði neitað um dansinn 3 glösum áður.
Jæja kallinn, sagði ég og blikkaði til hans..... hvernig væri að dansa núna?
Við vorum rétt komin út á gólf þegar ég sá að þetta gengi ekki hjá mér .
Hann tók eitthvað svaka freestyle dæmi, en ég
. já ég var ömurleg!
Allt í einu fannst mér þetta eitthvað skrítið. Hérna var ég, 40 ára gömul kona, drukkin af of mörgum pina colada, í stórhættulegum skóm af 19 ára dóttur minni, sem litu út fyrir að vera nr.48.
Ég ætlaði nú samt ekki að gefast upp og ákvað að redda mér flott út úr þessu, heyrðu sagði ég við gæjann, ég ætla að biðja um annað lag, þetta er glatað, bíddu!
Ég skautaði í átt að sviðinu og án þess að hugsa, ætla ég að stíga upp á 40 cm hátt sviðið, búmm!!!! táin flækist fyrir mér og ég dett kylliflöt með höfuðið í klofið á discotekaranum sem sat þarna á sviðinu.
Ég brölti á fætur og bölvaði skónum og reyndi að afsaka mig við diskotekarann sem brosti sóðalega til min. Ég snéri mér við til að sjá hvort gæjinn hefði nokkuð séð þetta fall mitt.
Hann var horfinn en Lalli Lall (ömurlegi veislustjórinn) og Laufey stóðu þarna og hlógu að mér og klöppuðu. Örlítið vandræðaleg yfir þessu óhappi mínu, hneigði ég mig, skautaði að borðinu mínu og fékk mér pina colada.
Ég hef ekki hugmynd um það hvort hann sá mig detta, en ég hugsa oft um það.
Spái líka oft í það hvort ég ætti að hringja í hann og spyrja hvort hann hafi séð mig detta ,reyna þá kannski að útskýra þetta með skóna fyrir honum.
Nei.... ég læt þetta ekki trufla mig neitt, bíð eftir næsta Reunioni...verð örugglega aftur orðin pæja þá.
Carola.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.