Sæl öll og gleðilegt sumar.

Ég vek athygli ykkar á nýju albúmi sem inniheldur ýmsar myndir frá árunum í Réttó.

Ef eitthvert ykkar lumar á slíkum myndum þá er um að gera að senda mér póst á ingmar@hive.is. Ég get þá gefið ykkur upp aðganginn að síðunni svo þið getið sett myndirnar inn.

Ég hef svo mælt mér mót við hann Þorvald okkar gamla kennara á morgun til að fá hjá  honum þær bekkjamyndir sem upp á vantar.

Nú svo er um að gera að fylgjast vel með, því um helgina koma inn nánari upplýsingar um fagnaðinn okkar góða þann 5. maí.

Með sumarkveðju

Ingibjörg

PS. Carola, ég get engan veginn getið upp á hver þessi fjallmyndarlegi töffari var - enda voru þeir allir þannig í mínum huga Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband