Fleiri myndir

Jæja, Þorvaldur tók aldeilis vel á móti mér í gamla skólanum í gær og ég fékk að fletta í gegnum safn bekkjamynda og pikka út það sem þar var að finna og okkur vantaði.

Enn vantar samt myndir af tveimur þriðju bekkjum - 3.U og 3.Þ - þessar myndir voru ekki til í möppu Réttarholtsskóla og til að fá þær þar þarf að taka mynd af þeim þar sem þær hanga upp á vegg - ekki er hægt að fá þau eintök lánuð þar sem margar myndir eru saman í einum ramma sem er skrúfaður fastur upp á vegg.

Svo nú stendur upp á ykkur kæru félagar sem voruð í þessum bekkjum að leita í ykkar hirslum og vita hvort þið finnið ekki gömlu góðu bekkjarmyndina. 

Hún Ásta Lára liggur sannarlega ekki á liði sínu og í albúmið "Ýmsar gamlar myndir" hafa bæst við myndir frá henni auk þess sem hún dró fram úr pússi sínu gamlar bekkjamyndir úr Breiðagerðisskóla sem eru komnar undir "Bekkjamyndir yngri bekkja".

 En fylgist endilega áfram með því um helgina er ætlunin að setja hér inn dagskrá og matseðil fyrir 5. maí.

Kveðja Ingibjörg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband