Dagskráin 5. maí

Jæja kæru félagar,

þá fer heldur betur að styttast í daginn okkar góða - bara tvær vikur til stefnu!

 

Dagskráin er nú óðum að taka á sig endanlega mynd og allt bendir til þess að við munum eiga saman bæði notalegt og skemmtilegt kvöld eftir að hafa heimsótt gömlu menntastofnunina fyrr um daginn.

 

Svona lítur dagskráin fyrir 5. maí út, í grófum dráttum:

 

Kl. 15:00 heimsókn í Réttó

Þar mun lærifaðir okkar Þorvaldur Jónasson taka á móti okkur, leiða okkur um skólann og leyfa okkur að rifja upp gamlar stundir.

 

Kl. 19:00 mæting í Rúgbrauðsgerðina að Borgartúni 6

Borðhald hefst klukkan 20:00

 

Matseðill: 

Forréttur:

Humarpaté, laxamosaik og kókosrækjur á brakandi salati með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og fylltum eggjum. 

Aðalréttir:

Innbökuð nautalund Wellington.

Hvítlauks og rósamarínerað lambalæri.

Appelsínugljáðar kalkúnabringur. 

Meðlæti:

Ferskt grænmeti, pönnusteiktar kartöflur, eplasalat, rauðvínssósa og kryddjurta-eggjasósa.

 

 -o-o-o-o-o-o-

 

Veilsustjórn verður í höndum okkar góðkunna fjölmiðlamanns og skólabróður,

Heimis Karlssonar

 

Ræðumaður kvöldsins verður okkar stórskemmtilega skólasystir og leikkona,

Erla Rut Harðardóttir

 

Hópurinn hefur á að skipa mörgum færum tónlistarmönnum og þeir Karl Marinósson, Kristján Matthíasson, Jóhann Ásmundsson, Ómar Einarsson, Egill Jóhannsson og Stefán Emilsson ætla að stilla saman strengi sína og gleðja okkur með lifandi tónlist.

 

Auk þess hefur Karl okkar Marinósson safnað saman tónlist frá Réttóárunum og hver veit nema gamlir danstaktar losni úr læðingi.

 

Fyrir þetta allt greiðum við aðeins 5000 kr pr. mann

Þar sem mikilvægt er fyrir okkur að vita nákvæmlega um fjölda í matinn förum við þess á leit við ykkur að greiða þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 1. maí inn á reikning: 1101-26-31134, kt. 1003614189 og setja nafnið ykkar sem skýringu á greiðslunni.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,

undirbúningsnefndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband