25.4.2007 | 10:52
Minningarathöfn.
Talaði við gamlan skólabróður í gær, herra Viggó Jörgens.
Ekki veit ég á hvaða vítamíni sá gaur er, en ætla mér að komast að því. Þessi maður, hefur eitthvað súperman minni og það er ekki eðlilegt!
Símtalið okkar var eitthvað á þessa leið:
Viggó: Carola, blessuð...hvað segirðu?
Ég: allt fínt bara...(og var að reyna að muna hvernig Viggó leit út)
Viggó: rosalega hlakka ég til að hitta alla aftur, mannstu þegar við vorum hjá Óla Skúla og hann var alltaf að skamma þig?
Ég: eh ????
Viggó: já, manstu ekki...það var nánast í hverjum tíma sem hann gólaði á þig : Carola, viltu taka út úr þér tyggjóið!!!
Ég: ??!!!!!
Viggó: já, þú varst með tyggjó í hverjum einasta tíma..... og það var ekki fyrr en í seinasta tímanum sem hann var góður við þig og sagði: fallega Carola.....
Ég: fallega Carola ????
Viggó: já, manstu ekki ?
Ég: nei!!!
Viggó: Það var af því að þið ætluðuð að gefa blómin!
Ég: blómin????!!!!!....hvaða blóm???
Viggó: (greinilega orðin pirraður) .....Carola, blómin á altarið !
Ég:Á altarið???
Viggó: Já fyrir ferminguna!
Ég: ó....já...eitthvað rámar mig í það (var að ljúga, man ekkert eftir þessu, man varla eftir að hafa fermst)
Viggó: svo man ég svo eftir því, þegar þú stóðst upp og sagðir yfir allt....... mér er andsk...sama hvort þu fermir mig eða ekki, ég fermi mig bara sjálf!
Ég: Guð minn góður!
Viggó: já og manstu þegar hann var að segja okkur frá spítunni?...þessari sem var of litil fyrir gluggann?
Ég: (vandræðaleg) hahahaha....já...(aftur að ljúga)
Viggó: svo gleymi ég aldrei á meðan ég lifi, þegar við kveiktum í sokkunum og hentum þeim inn um gluggann,...(svo hló hann tryllingslega) Bwahahahah...... djö... var það fyndið.
Ég: Viggó, ertu ekki að ljúga að mér? við getum ekki hafa gert svona hluti , þetta er ekkert líkt mér!
Viggó: bíddu.. er þetta ekki Carola sem var í 3-U ?
Ég: jú !
Viggó: já!
-Þögn-
Ég: jæja, hvað er annars að frétta ?
Viggó: bara allt fínt.
Ég: heyrðu, hlakka til að sjá þig 5 mai.
Viggó: já, sömuleiðis !
Ég: bless.
Viggó: bless.
Ég sting upp á því að Viggó verði með minningarathöfn þann 5 mai, fyrir þá sem ekkert muna , í leðursófa horninu milli kl 22 og 23 .
Carola.
Athugasemdir
Mikið er gott að einhver man eitthvað frá þessum tíma - ekki finnst mér ég muna neitt
en í sameiningu rifjast sennilega ýmislegt upp þann 5. maí - gaman gaman
Ingibjörg Margrét , 26.4.2007 kl. 22:55
Það er nokkuð ljóst að þetta er ekki Viggó Viðutan. Ég man lítið annað en þegar ég var á harðahlaupum út í hverfin í nágrenni skólans með einhvern brálæðing á hælunum mér. Ég hafði ekkert gaman af því þá en sé það nú að ég fékk þarna ágætis líkamsþjálfum sem ég bý að enn í dag.![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Smile.png)
Magnús Bergsson, 5.5.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.