Loksins kom bréfið!!!

Nú er komið að því. Ég er búinn að bíða í marga mánuði með öndina í hálsinum. Kemur bréfið eða ekki. Maður reynir að komast heim í hádeginu þannig að dóttirin sjái ekki bréfið á undan mér. OG þegar síðst varir, þá kom bréfið og stelpan sá það!! Hún var snöktandi þegar ég kom heim og spurði hvort ég væri búinn að gera ráðstafanir varðandi elliheimili, útför tala inn á videó fyrir barnabörnin o.s.frv. Hvað á barnið að halda? 30 ára reunion!! Ég reyndi að hugga hana og sagði henni fyrst í byrjun að þetta væri frá barnaheimilinu Grænuborg, en þaðan lauk ég námi með láði í maí 1967. Nei, það þurfti ekkert að segja henni neitt um það (ég hefði átt að sleppa þessu “láði”kjaftæði) hún sá eitthvað “Réttó” og það hreinlega dimmdi yfir. Höfðu nú kerlingarnar sent bréf einu sinni enn. Þessar “stútungskerlingar” hafa haft upp á mér enn einu sinni og núna er mér nóg boðið. Memo setja mig á “óstaðsettur í hús” í þjóðskránni 2012.  Ég veit alveg hvað ég er gamall! Ég kann að telja! Er ekki hægt að hafa þetta fjórða reunionið hjá Réttó´61.  Mér finnst nóg að horfa á þá “gránufélagsmenn (þeir eru nefnilega orðnir gráhærðir)”,  Lúlla og Gunna, mér finnst nóg að vita af “barnabarninu”, mér finnst nóg að vita af “hrotunum” í sjálfum mér á nóttinni og mér finnst nóg að finna fyrir “alsheimer light”, svo ekki þurfi að koma til svona “þrjátíuáraeitthvað”. Nei það er undarlegt að einhverjar sex kerlingar, Karolla, Guðrún Hulda, Ragnheiður, Ingibjörg, Birna og Sæunn hafi ekkert annað við tímann að gera en að skemmileggja fyrir okkur hinum. Lentu þær í einelti þegar þær voru í skólanum. Maður bara spyr? Ég held þó að ég muni eftir þessum stelpum svolítið. Þær voru soldið sér á báti, það vildu voða fáir vera með þeim og þær voru alltaf allar á “trampskóm” þótt þeir hefðu dottið úr tísku þegar við vorum í fyrsta bekk. Svo voru þær voru kennarasleikjur, lélegar í snjóbolta og drukku illa þegar þær byrjuðu á því.Ég ætla svo sannarlega að mæta og ræða við þær auga fyrir auga þann 5 maí. Ég hlakka til að sjá ykkur öll.

Kv. lalli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti á trampskónum mínum og sparka í rass..... á þér Lárus, fyrir það eitt að fara svona með nafnið mitt !!!

Carola (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:56

2 identicon

Æ, Lalli minn hvað ég er fegin að þig rámar í mig - svei mér þá ef mig rámar ekki eitthvað örlítið í þig líka -  Var ekki uppáhalds lagið þitt GET BACK? Ef svo er þá man ég eftir þér og hlakka sannarlega til að ræða við þig undir fjögur Þú þekkir mig á trampskónum!

Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 19:07

3 identicon

Æ, Lalli minn hvað ég er fegin að þig rámar í mig - svei mér þá ef mig rámar ekki eitthvað örlítið í þig líka -  Var ekki uppáhalds lagið þitt GET BACK? Ef svo er þá man ég eftir þér og hlakka sannarlega til að ræða við þig undir fjögur Þú þekkir mig á trampskónum!

Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband