21.1.2008 | 21:02
Betra seint en aldrei
Kæru félagar.
Það stóð nú ekki til að draga það eins og raun ber vitni að setja hér inn frétt um það hvað varð um ágóðann af happdrættinu okkar góða í vor og verður nú loksins bætt úr fréttaleysinu svona ef einhver kynni að reka hér inn nefið af og til ennþá.
Ágóðinn var nokkur og úr varð að við keyptum þrjú forláta taflborð á fótum með stórum og góðum taflmönnum, hjá Barnasmiðjunni. Á borðin voru settir skildir svo ekki færi nú á milli mála hver hefði gefið borðin og af hvaða tilefni.
Á síðu Réttarholtsskóla má sjá þessa frétt um gjöfina og með því að klikka á myndina með fréttinni má fá stærri mynd af borðinu.
Vona að þið séuð sátt við gjöfina.
Með kveðju, Ingibjörg Gunnlaugs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.