Færsluflokkur: Bloggar

Útkoman 2012

Kæru félagar, nú hefur okkar skilvísi og ábyrgi gjaldkeri, Birna Birgisdóttir, gert upp herlegheitin og rekstrarniðurstaða reunion 2012 kemur út í ágætum plús Smile svo er happdrætti og þá ekki síður stórskemmtilegu uppboði á happdrættisvinningum fyrir að þakka.

Gjaldkerinn mun liggja á þessu eins og ormur á gulli til ársins 2017 en þá eigum við svolítinn sjóð til að starta framkvæmdinni. Það væri auðvitað gaman að fá frá ykkur hugmyndir um hvernig þið mynduð vilja sjá þetta á 40 ára útskriftarafmælinu en við í undirbúningshópnum höllumst að því að hafa það öllu veglegra í sniðum t.d. með máltíð líkt og var fyrir fimm árum. Hvernig líst ykkur á það?

Kveðja

IMG


Takk fyrir skemmtilegt kvöld

 

Ég sannfærðist um það enn og aftur í gærkvöldi hvað þetta er frábær og skemmtilegur árgangur og hvað maður er svona heppinn að vera hluti af Smile Takk öll fyrir frábært kvöld og nú byrjum við strax að telja niður í næsta hitting - 4ár og 364 dagar!- og þá taka gosarnir bjórverðlaunin!Whistling

Endilega sendið mér myndir ef þið hafið einhverjar svo við getum sett þær hérna inn - eða fáið hjá mér aðgang að síðunni svo þið getið gert það sjálf.

Kveðja 

Ingibjörg


Drykkir!

 

Minni á að fyrir utan fordrykkinn sér hver um sína drykki sjálfur? Það væri hálf súrt að klikka á því og vera svo bara í kranavatninu allt kvöldið ;o)


Enn hægt að bætast í hópinn

 

Nú hafa 50 manns greitt þátttökugjald svo það stefnir í fínt partý hjá okkur :o) en við getum gefið þeim, sem ekki vilja missa af þessu, tækifæri um helgina til að bætast í hópinn :o)

Greiðið bara 3000 kall inn á reikninginn 544-26-31134, kt. 1003614189 og setjið nafn í skýringu - og málið er dautt ... en fjörið sannarlega ekki Smile


Stefnir í gott kvöld :o)

Hæ öll.

Undirbúningshópurinn fundaði í kvöld og bar saman bækur sínar og það stefnir allt í flott kvöld hjá okkur þann 16. maí Smile

Fyrir þá sem ekki eru búnir að greiða, þá á að greiða þátttökugjald 3000 kr. í síðasta lagi á morgun, 10. maí, inn á reikninginn 544-26-31134, kt. 1003614189 og setja nafn í skýringu þannig að allt sé nú rétt til bókar fært. 

Hlakka til að sjá ykkur!

Ingibjörg


Tilkynna þátttöku fyrir 10. maí

Hæ, hæ.

Við biðjum þig um að tilkynna þátttöku og greiða þátttökugjald  3000 kr. í síðasta lagi þann 10. maí inn á reikninginn 544-26-31134,    kt. 1003614189. Nauðsynlegt er að setja nafn í skýringu á greiðslunni. (sjá nánar hér neðar)

Hlökkum til að sjá þig Smile

Fyrir hönd undirbúningshóps

IMG

 


Könnun á mætingu

Endilega takið þátt í könnuninni um mætingu hér vinstra megin á síðunni Undecided

35 ára reunion, 16. maí 2012

 Manstu ekki eftir mér?

Hvar ertu búinn að vera öll þessi ár?

Þann 16. maí n.k. gefst þér tækifæri til að bera upp þessar spurningar og margar fleiri, við gamla (en vonandi ekki gleymda) skólafélaga því í ár eru liðin 35 ár frá því að við kysstum hvert annað bless eftir samleið í Réttó.

Árið 2007 áttum við afar vel heppnað og skemmtilegt kvöld saman og þá kom fram skýr vilji hópsins til að halda áfram að hittast á fimm ára fresti og að sjálfsögðu er orðið við því Smile Nema hvað?

Þess vegna blásum við enn og aftur í partý-lúðurinn þann 16. maí og nú í sal Karlakórs Reykjavíkur að Grensásvegi 13 (fyrir ofan Pfaff).

Gleðskapurinn hefst með því að boðið verður upp á fordrykkinn " Gandí " á milli kl. 20:00 og 20:30. Einnig verður boðið upp á létta rétti þetta kvöld. Til að halda kostnaði í lágmarki er að öðru leyti gert ráð fyrir að hver og einn taki sínar guðaveigar (áfengi) með sér. Klakar  og glös verða á staðnum Smile Kvöldið mun svo líða áfram í góðum félagsskap, undir dyggri veislustjórn og gera má ráð fyrir skemmtilegum og óvæntum uppákomum allt kvöldið.

Við biðjum þig um að tilkynna þátttöku á eitthvert neðangreindra netfanga auk þess að greiða þátttökugjald  3000 kr. í síðasta lagi þann 10. maí inn á reikninginn 544-26-31134,    kt. 1003614189. Nauðsynlegt er að setja nafn í skýringu á greiðslunni.

Að lokum vekjum við athygli á því að hópurinn á bæði svæði á facebook.com undir nafninu Réttó ´61 - 35 ára reunion, á slóðinni https://www.facebook.com/groups/340375049335720/ þar sem ýmsar upplýsingar og spjall er að finna og bloggsíðuna www.retto61.blog.is þar sem jafnframt er að finna upplýsingar en einnig fjölda mynda bæði frá skólaárunum og fyrri reunion.

Við hlökkum til að sjá þig Smile

Undirbúningshópurinn:

Birna Birgis, birnabir@simnet.is

Carola, carola@simnet.is

Gunni Gunn, gunnargu@vordur.is

Gúddý, guddy@sial.is

Imba, ingmar@hive.is

 

Kalli Mar, karlm@riotinto.com

Lalli, larus@consello.is

Lúlli, ludvikb@tmhf.is

Ragga, rthg@visir.is

Sæunn, saeunneir@simnet.is

 

 


16. maí í sal Karlakórs Reykjavíkur

Jæja áfram er fundað og skipulagt, og nú erum við komin með sal fyrir kvöldið okkar góða. Við verðum í sal Karlakórsins að Grenásvegi 13 (uppi hjá Pfaff) og byrjar gleðin klukkan 20.00. Miðaverði verður stillt í hóf, en það kemur inn síðar þegar við sjáum hver þátttakan er. Og eins og áður hefur komið fram er þetta miðvikudagurinn 16.maí (daginn fyrir uppstigningardag). Við látum svo nýjar upplýsingar inn jafnóðum og því er gott að fylgjast með hérna. Hlökkum til að hitta ykkur öll:)

Takið frá16. maí 2012

Eftir svolitla skoðanakönnun á facebook, um það hvaða dagur hentaði fólki best til að hittast, er niðurstaðan sú að það er 16. maí, sem er miðvikudagur fyrir uppstigningardag. Því er ekki eftir neinu að bíða með að taka daginn frá. Við munum svo setja hér inn nánari upplýsingar eftir því sem þær liggja fyrir.

 Endilega gefið okkur merki um að þið séuð að fylgjast með, með því að skrifa í gestabókina eða setja inn athugasemdir þannig að við getum sparað póstkostnað við að koma upplýsingum til allra.



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband