Færsluflokkur: Bloggar

35 ára reunion

Vá, í ár eru víst liðin fimm ár frá því að við hittumst síðast og 35 ár frá því að við kvöddum Réttó. Fyrir fimm árum áttum við mjög vel heppnað reunion og þá fengum við í undirbúningshópnum hvatningu til að gera þetta á fimm ára fresti. Þess vegna er hafinn undirbúningur að því að hittast þegar nær dregur vori og eiga kvöldstund saman.

Við munum reyna að setja hér inn allar upplýsingar auk þess sem stofnaður hefur verið hópur á facebook. Endilega gerið vart við ykkur á öðrum hvorum staðnum ef þið sjáið þetta og við munum svo reyna að nálgast þá sem eftir standa með því að senda þeim bréf. 

Kveðja

Ingibjörg M Gunnlaugs


Betra seint en aldrei

Kæru félagar.

Það stóð nú ekki til að draga það eins og raun ber vitni að setja hér inn frétt um það hvað varð um ágóðann af happdrættinu okkar góða í vor og verður nú loksins bætt úr fréttaleysinu svona ef einhver kynni að reka hér inn nefið af og til ennþá. 

Ágóðinn var nokkur og úr varð að við keyptum þrjú forláta taflborð á fótum með stórum og góðum taflmönnum, hjá Barnasmiðjunni. Á borðin voru settir skildir svo ekki færi nú á milli mála hver hefði gefið borðin og af hvaða tilefni.

 Á síðu Réttarholtsskóla má sjá þessa frétt um gjöfina og með því að klikka á myndina með fréttinni má fá stærri mynd af borðinu.

Vona að þið séuð sátt við gjöfina.

Með kveðju,  Ingibjörg Gunnlaugs.


Og enn koma myndir...

...að þessu sinni viðbót, frá Ásrúnu Hauks, sem hafði eitthvað misfarist í fyrri póstum. Myndirnar frá Ásrúnu eru í albúminu: Ýmsar gamlar myndir.

Og svo bara búið!

Ja, hérna hvað það er skrýtið að þetta sé bara búið - En skemmtilegt var það, maður lifandi!

Ég var hreinlega búin að gleyma hvað þessi hópur er frábær og þó maður hafi náð að spjalla við marga þá vildi maður í dag hafa talað almennilega við mikið fleiri. En svona er þetta og maður verður bara að bíða þar til næst, hvenær sem það nú verður.

Núna er auðvitað komið inn albúm með 150 myndum frá gærdeginum og -kvöldinu og svo er 3.Þ loksins kominn á sinn bás innan um hinar bekkjamyndirnar. Svo nú verður nóg að gera við að skoða og rifja upp næstu daga, vikur, mánuði eða kannski ár Smile Og þið sem lumið á myndum, endilega komið þeim til okkar.

Svo á bara eftir að gera upp dæmið og sjá hvað þetta glæsilega happdrætti hefur fært okkur og hvort ekki verður hægt að færa skólanum sæmilega gjöf. Við færum ykkur fréttir af því hér á síðunni þegar það liggur fyrir.

Annars þakka ég ykkur öllum  fyrir frábæra skemmtun og þá sérstaklega ykkur sem hélduð uppi dagskránni: Heimi, Erlu Rut og hljómsveitinni sem var snilldin ein.

 Að endingu hvet ég ykkur til að taka þátt í nýju könnuninni þar sem spurt er hve oft mannskapurinn vill hafa svona ´reunion´ eða hvort við eigum bara að láta staðar numið hér - GetLost je, glætan!

Kveðja Ingibjörg.


OH MY.......!!!!

Aðeins einn dagur í fjörið.

Mundu að taka með þér góða skapið og gott úthald í magnað kvöld !

 See you babe,

C.KHeart


Greiðsla í síðasta lagi í fyrramálið...ekki þú sitja eftir heima.

 Vildi bara vekja þá sem eiga eftir að greiða fyrir fagnaðinn okkar á laugardaginn.W00t

Krakkar nú er allra síðasta tækifærið til að greiða inn á reikninginn okkar í fyrramálið fyrir matinn.

Veitingamaðurinn verður að fá nákvæma tölu eftir hádegi á morgunn,þannig að hægt er að borga í fyrramálið 02.maí í allra síðasta lagi. Svo sýna nú snerpu og ekki missa af þessu skemmtilega reuninon okkar,við viljum ALLS EKKI að þú sitjir eftir heimaFrown

Hlakka til að hitta ykkur

Bestu kveðjur

GúddýInLove

 


Í dag...

... er rétti dagurinn til að greiða fyrir matinn og þennan skemmtilega dag framundan - ENDA BARA FJÓRIR DAGAR Í HERLEGHEITIN - GAMAN GAMAN

Vekjum athygli á nýrri skoðanakönnun! Wink


Nýjar myndir...

...frá Ásrúnu í albúminu ýmsar gamlar myndir.... OG BARA FIMM DAGAR TIL STEFNU Happy

Greiðsla og breyting á dagskrá

Það er frábært að sjá hvað margir hafa sett sig í samband við okkur og sýnt áhuga á að mæta og að greiðslur eru farnar að streyma inn á reikninginn. Fyrir þá sem ekki muna hvernig greiðslufyrirkomulagi er háttað er ágætt að rifja það upp:

 

Í síðasta lagi þriðjudaginn 1. maí þarf að leggja 5000 kr. inn á reikning: 1101-26-31134, kt. 1003614189 og setja nafnið ykkar sem skýringu á greiðslunni.

 

Sú breyting hefur orðið á dagskránni að heimsóknin í Réttarholtsskólann verður ekki kl. 15.00 eins og auglýst hefur verið heldur kl.17.30 og markar þá upphaf kvölddagskrárinnar - enda segir Þorvaldur það algengt að ein og ein pitla sé dregin fram og skálað í gömlu skólastofunum. Ja, öðruvísi mér áður brá!

En sem sagt kl. 17.30 í Réttó og síðan beint í Rúgbrauðsgerðina kl. 19.00.

 

Verkefni dagsins í dag er annars að skoða og skemmta sér yfir nýju myndunum sem Laufey sendi inn. Þær eru auðvitað "bara dásamlegar" og nú er komin inn mynd af 3.U svo þá vantar okkur bara 3.Þ.

 Að gefnu tilefni skal þess að lokum getið að yfirstrikanir aftan á sumum bekkjamyndanna eru ekki gerðar af okkur. Þessar myndir, sem þannig eru, voru fengnar að láni hjá Réttarholtsskóla og trúlega tengjast yfirstrikanirnar því einfaldlega hvort viðkomandi hafi ætlað að kaupa mynd á sínum tíma eða ekki.


Loksins kom bréfið!!!

Nú er komið að því. Ég er búinn að bíða í marga mánuði með öndina í hálsinum. Kemur bréfið eða ekki. Maður reynir að komast heim í hádeginu þannig að dóttirin sjái ekki bréfið á undan mér. OG þegar síðst varir, þá kom bréfið og stelpan sá það!! Hún var snöktandi þegar ég kom heim og spurði hvort ég væri búinn að gera ráðstafanir varðandi elliheimili, útför tala inn á videó fyrir barnabörnin o.s.frv. Hvað á barnið að halda? 30 ára reunion!! Ég reyndi að hugga hana og sagði henni fyrst í byrjun að þetta væri frá barnaheimilinu Grænuborg, en þaðan lauk ég námi með láði í maí 1967. Nei, það þurfti ekkert að segja henni neitt um það (ég hefði átt að sleppa þessu “láði”kjaftæði) hún sá eitthvað “Réttó” og það hreinlega dimmdi yfir. Höfðu nú kerlingarnar sent bréf einu sinni enn. Þessar “stútungskerlingar” hafa haft upp á mér enn einu sinni og núna er mér nóg boðið. Memo setja mig á “óstaðsettur í hús” í þjóðskránni 2012.  Ég veit alveg hvað ég er gamall! Ég kann að telja! Er ekki hægt að hafa þetta fjórða reunionið hjá Réttó´61.  Mér finnst nóg að horfa á þá “gránufélagsmenn (þeir eru nefnilega orðnir gráhærðir)”,  Lúlla og Gunna, mér finnst nóg að vita af “barnabarninu”, mér finnst nóg að vita af “hrotunum” í sjálfum mér á nóttinni og mér finnst nóg að finna fyrir “alsheimer light”, svo ekki þurfi að koma til svona “þrjátíuáraeitthvað”. Nei það er undarlegt að einhverjar sex kerlingar, Karolla, Guðrún Hulda, Ragnheiður, Ingibjörg, Birna og Sæunn hafi ekkert annað við tímann að gera en að skemmileggja fyrir okkur hinum. Lentu þær í einelti þegar þær voru í skólanum. Maður bara spyr? Ég held þó að ég muni eftir þessum stelpum svolítið. Þær voru soldið sér á báti, það vildu voða fáir vera með þeim og þær voru alltaf allar á “trampskóm” þótt þeir hefðu dottið úr tísku þegar við vorum í fyrsta bekk. Svo voru þær voru kennarasleikjur, lélegar í snjóbolta og drukku illa þegar þær byrjuðu á því.Ég ætla svo sannarlega að mæta og ræða við þær auga fyrir auga þann 5 maí. Ég hlakka til að sjá ykkur öll.

Kv. lalli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband